Forsíða

Starfsemi haustið 2019:

Námskeið 2019 í ágúst/sept.:

  • síðdegis þriðjudaga og miðvikudaga
  • helgarnámskeið fyrir og/eða eftir hádegi eftir atvikum

–   sjá nánar um daga og tímasetningar á skráningarsíðu

Æfingasvæði

Kennt er á sjó nálægt landi og oftast er farið út frá Eiðinu sem liggur út í Geldinganes, við aðstöðu Kajakklúbbsins. Sjá Google Maps .     Gott er að æfa veltur í sundlaug en besti undirbúningur fyrir róður á sjó er þó að læra og æfa við raunverulega aðstæður, í öldum og vindi, við fjörur og kletta. Svæðið frá Fjósaklettum við Gufunes og inn að golfvellinum neðan við Korpúlfsstaði er afar hentugt til æfinga, þar eru bæði klettar og sandfjörur.

 

MARKMIÐ Kajakskólans er að þeir sem ljúka námskeiðum hafi öðlast tiltekna færni og geti notið þess að fara í róður af öryggi. Til þess þarf ræðarinn að meta aðstæður og gæta þess að fara ekki út í veður, sjólag, straum eða vegalengd, sem hann ræður ekki við.

Markmið með kennslu og þjálfun:

ÖRYGGI   –   ÁNÆGJA   –   FÆRNI

Það er skemmtilegt að róa með ströndinni og skoða eyjar og sker. Gamanið gránar þó ef við ráðum ekki við aðstæður.

Námskeið Kajakskólans kenna það sem til þarf.

SKRÁNING