Heim

Hvað er að gerast – vor 2018:

  • Áætlun um námskeið í vor og fram á sumar 2018 er komin á skráningarsíðuna hér á eftir. Byrjendanámskeið hefjast eftir miðjan í apríl.  Námskeið fyrir lengra komna eða séróskir er hægt að setja upp eftir þörfum.
  • BC (Breska kanósambandið) kennarinn Steve Banks mun halda 3ja stjörnu námskeið, þjálfun og mat á færni, helgina 26. og 27. maí. S.l. haust voru haldnar 3ja stjörnu æfingar í róðrum Kayakklúbbsins og hægt verður að slípa færnina við mismunandi veður og sjólag í vor. Þetta er gert í samstarfi Kajakskólans og Kayakklúbbsins.

MARKMIÐ Kajakskólans er að þeir sem ljúka námskeiðum hafi öðlast tiltekna færni og geti notið þess að fara í róður af öryggi. Til þess þarf ræðarinn að meta aðstæður og gæta þess að fara ekki út í veður, sjólag, straum eða vegalengd, sem hann ræður ekki við.

Markmið með kennslu og þjálfun:

ÖRYGGI   –   ÁNÆGJA   –   FÆRNI

Það er skemmtilegt að róa með ströndinni og skoða eyjar og sker. Gamanið gránar þó ef við ráðum ekki við aðstæður.

Námskeið Kajakskólans kenna það sem til þarf.

SKRÁNING