Heim

Hvað er framundan 2019 – og umliðið haust :

  • VIÐ STEFNUM AÐ ÞVÍ AÐ SETJA ÁÆTLUN FYRIR 2019 Á VEFINN Í JANÚAR.
  • Haustnámskeiðin 2018 gengu vel. Veður var misjafnt en þó þurfti ekki að fella niður námskeið, alltaf mátti finna skjól enda er Kayakakklúbburinn vel staðsettur við Geldinganes. Byrjendanámskeiðin urðu 6 og framhaldsnámskeiðin tvö í haust.
  • BC kennarinn Steve Banks hélt hér 3ja stjörnu námskeið með prófi um mánaðamótin maí-júní fyrir reynda kajakræðara í samstarfi Kajakskólans og Kayaklúbbsins. Hópurinn stóð sig síðan mjög vel í prófinu.

MARKMIÐ Kajakskólans er að þeir sem ljúka námskeiðum hafi öðlast tiltekna færni og geti notið þess að fara í róður af öryggi. Til þess þarf ræðarinn að meta aðstæður og gæta þess að fara ekki út í veður, sjólag, straum eða vegalengd, sem hann ræður ekki við.

Markmið með kennslu og þjálfun:

ÖRYGGI   –   ÁNÆGJA   –   FÆRNI

Það er skemmtilegt að róa með ströndinni og skoða eyjar og sker. Gamanið gránar þó ef við ráðum ekki við aðstæður.

Námskeið Kajakskólans kenna það sem til þarf.

SKRÁNING