Grótta í mars 2017 – Æfingar

Oft hef ég staðið fyrir “marsátaki” fyrir sjálfan mig og aðra í Kayakklúbbnum til að ná upp þreki og færni fyrir sumartímann, eftir að hafa dottið úr þjáfun yfir vetrartímann. Nú er átakið nokkrir æfingadagar við Gróttu, þegar alda úr hafi er um eða yfir 1 metri á hæð.

Fyrir þá sem taka þátt eru þetta æfingar í færni á stigi, sem Bretar kalla BC 3 Star en veður og ölduhæð kann að vera meiri í þessum æfingum.  Fyrir mig sem kennara eða þjálfara fyrir sjókajak snýst dæmið um að æfa kennslu við skilyrði sem þeir kalla MW (moderate water), gera kennsluáætlun og skýrslu um hvern tíma og skrifa eitthvað um nemendurna. Eftir það ætla ég í MW-kennslupróf.

Þetta verðu örugglega skemmtilegt og hægt að fá meir þjálfun og reynslu og læra ýmislegt nýtt með góðri aðstoð lengra kominna félaga sem hafa einnig gott af því að leiðbeina. Fyrir alla verður þetta vonandi það sem nefnr er ‘win win’ í viðskiptalífinu.

Þó að þetta tengist Kajakskólanum þá má telja þetta hluta af starfi Kayakklúbbsins. Æfingarnar eru kynntar á vefsíðu klúbbsins og allir félagar eru velkomnir án endurgjalds. Reyndir félagar eru svo til stuðnings. Um er að ræða æfingar en ekki formlegt námskeið og engin vottorð.

Gísli H. F.

 

Category: Vefsíðan  og  Tag: framsetning

3 thoughts on “Grótta í mars 2017 – Æfingar

  1. nú er að bóna bát og þurrka brækur. Drífa sig í kayakskólann. Og mæta ekki of seint.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s