Áratök

Helstu áratök við róður á sjókajak.

Stuðst er við bækur Örlygs (Sjókajakar á Íslandi) og Cooper (Sea Kayak Handling) auk eigin aðlögunar. Röð árataka er lík því sem gerist við kennslu.

 • Framáratak (e. forward stroke)
 • Árastýring við skut (e. stern rudder)
 • Bakkáratak (e. reverse stroke)
 • Beygja úr kyrrstöðu (e. stationary turn)
 • Sveipáratök (e. sweep strokes) – að og frá stefni eða skut
 • Lágstuðningur (e. low brace)
 • Fleyting (e. sculling)
 • Lágstuðningsbeygja (e. low brace turn)
 • Hliðrun (e. stationary draw stroke) endurtekin á tvo vegu
 • Hliðrun á ferð (e. draw on the move)
 • Hliðrun með fleytingu (e. sculling draw stroke)
 • Árahliðarstýring (e. hanging draw)
 • Árastýring við stefni (e. bow rudder)
 • Hástuðningur (e. high brace)
 • Átaksflot (e. high brace sculling)

Helstu áratök við róður á kanó.

Kanó er róið á aðra hönd, árin hefur eitt blað og hnúð eða þvergrip sem fellur inn í lófa ræðarans. Kanóræðari getur verið einn eða róið með félaga, hann velur á hvora hlið hann rær. Hér eru helstu áratök fyrir kanóróður og er stuðst við bókina Canoeing eftir Ray Goodwin. Mörg eru þessi áratök lík eða hliðstæð þeim sem notuð eru við kajakróður og færni á öðru sviðinu styður við færni á hinu sviðinu, enda snúast öll þessi áratök um að beita líkama, bát og árablaði til að nýta viðnám og hreyfingu vatnsins.

 • Framróður (e. forward paddling)
 • Árastýring við skut (e. stern rudder)
 • Sveipur/ hliðrun við skut (e. stern sweep/ stern draw)
 • J áratök (e. J strokes)
 • Indjána áratak (e. indian stroke)
 • Sveipáratök (e. sweep strokes)
 • Hliðrun við stefni á fjarhlið (e. cross bow draw)
 • Hliðrun (e. draw stroke)
 • Hliðrun með fleytingu (e. sculling draw stroke)
 • Spyrna/ spyrna á ferð (e. pry/ running pry)
 • Árastýring við stefni (e. bow rudder/ bow cut/ Duffek)
 • Árastýring við stefni á fjarhlið (e. cross-bow cut)
 • Klemma við stefni (e. bow jam)
 • Spyrna við skut (e. stern pry)
 • C áratak (e. C stroke)
 • Árahliðarstýring (e. hanging draw)
 • Árahliðarstýring á fjarhlið (e. cross-deck hanging draw)
 • Bakkáratök (e. reverse strokes)
 • Lágstuðningur (e. low support)
 • Hástuðningur – lóðréttur (e. high support)

Þegar tveir róa kanó er hægt að nota ólík áratök að framan og aftan til að ná fram fljótvirkum áhrifum á stefnu og hreyfingu kanósins.