Bátar og búnaður

Um þetta efni eru heilu kaflarnir í flestum kajakbókum og framleiðendur og söluaðilar lofa allar gerðir búnaðar meira og minna á vefsíðum og í vörulistum sínum. Málið snýst þó um það hvað hentar hverjum og einum og á hvaða sviði hann ætlar að vera. Hér er stutt upptalning og örfá orð með hverju atriði.

Árar sem flestir nota eru með stóru íhvolfu blaði, oft nefndar Euro árar, sumar eru samsettar í miðju og henta vel sem varaárar, flestar eru með stillanlegu horni milli blaða og geta verið úr viði, nælonblöndu, trefjaplasti eða koltrefjum. Árar með grænlenska laginu sækja á, þær eru oftast úr viði, með ílöngu blaði eins á báða vegu. Grænlensku árarnar fara vel með axlir ræðarans og henta ágætlega í sterkum vindi. Í keppnisróðri eru oft notaðar vængárar, en þá er verið að tala um lögun árablað en þær henta ekki vel við önnur áratök en fyrir framróður

Stýri og skegg. Flestar gerði kajak eru með stýri eða skegg. Stýrið er hefðbundið blað aftast og er því snúið til hliðanna með taugum sem liggja fram í fótstig, þar sem ræðarinn stýrir með fótunum. Gallar eru að hliðarvindur tekur í stýrisblaðið og bönd og færslubúnaður vill bila og fer oft úr stillingu. Skegg er uggi sem hreyfa má upp og niður úr botni báts aftur við skut, það er gert með stífum vír sem liggur fram í handfang utan við mannopið. Gallar eru að skeggið getur skemmst á grjóti og í fjöru eða vírinn vill bogna og í fjöru vilja smásteinar fara upp í raufina og festa skeggblaðið. Vanur ræðari getur stjórnað kajak með árinni einni saman.

Fótspyrnur eru mikilvægar fyrir rétta beitingu líkamans í róðri. Þegar taka skal á í róðri þarf að hafa viðspyrnu og þannig flyst krafturinn gagnum líkamann milli báts og vatns. Góð færni við róður og stjórnun báts krefst góðrar bolvindu og þá er fótspyrnan mikil hjálp. Stilla þarf spyrnuna þannig að hné og mjaðmir séu vel skorðuð og líkami og bátur verði sem ein heild.

Dælur til þess að losna við sjó úr mannhólfi við fætur geta verið knúnar með rafhlöðu, hægt er að byggja dælu inn og knýja hana með fótum eða sveif. Algengast er þó að nota lausar lensidælur sem stungið er ofan í botn og nota þarf báðar hendur við. Þær hafa þann kost að geta verið við hendina og geta farið milli manna.

Dekklínur og teygjur. Kajakar teljast vart sjófærir nema þeir séu með dekklínur, en þær liggja frá stefni og skut, beggja vegna og að mannopi. Við björgun er hægt að festa línu í þær og maður á sundi getur fengið handfestu annars er yfirborð kajaka fremur sleipt. Teygjur eru helst hafðar framan við ræðarann og þar sem hann nær til henta til þess að stinga vatnsflösku og öðru smálegu undir.

Handföng til burðar eru jafna við stefni og skut. Nú er lögð áhersla á að bandið sem þær hanga í sé einfalt, tvöfalt band veldur slysahættu á fingrum. Þessi handföng eru ofstast fest með því að þræða bandi gegnum gat og setja hnút á endann. Sé bátur þungur er betra að halda undir kjölinn og fullhlaðinn bát ættu fjórir að bera og má þá nota þar til ætlaðar ólar.

Kjölur eins og við eigum að venjast á bátum er ekki á kajak nema rétt fremst og aftast, það er meira eins og kantur eftir samsetningu í mótum undir miðjum botni og hann er oft styrktu með kjölbandi, til þess að taka á sig slit í fjörum. Þetta kjölband má svo endunýja eftir þörfum.

Mannop eru flest höfð aflöng í dag, þannig að auðvelt sé að lyfta hné upp þegar farið er upp úr bát. Hringlaga mannop eins og voru hjá Grænlendingum kerfjast mun meiri færni þegar farið er í og úr bát og gerir björgun á sjó mun erfiðari. Frágangur kantsins miðast svo við að viðeigandi svunta falli vel að til að loka vatnsþétt. Sumir kantar eru svo ávalir að svuntur losna óvart af, aðrir hafa svo stórar og hvassar bríkur að erfitt er að losa svuntu í neyð.

Svuntur eru sumar gerðar úr neopren efni, sumar úr skinnlíki og sumar úr næloni. Í ytri brún er svo földu stíf teygja til að svuntan helypi ekki vatni inn. Einnig þarf svunta að falla þétt að mitti og maga ræðara. Það þarf því að huga bæði að gerð báts og stærð ræðara þegar svunta er keypt. Þegar fólk er að byrja og þegar börn fá að prófa eða koma á námskeið er svunta ekki notuð fyrr en nokkurri færni er náð, því að svuntan getur haldið ræðara föstum á hvolfi í bátnum.

Sæti og að sníða sig í bát. Oft er sagt að kajak eigi að vera í lifandi sambandi við ræðarann. Þegar hann hreyfir sig hreyfist báturinn. Þess vegna má ræðari ekki sitja laus í kajak sínum. Sæti, súð og dekk eiga að falla vel að rassi, mjöð, lærum og hnjám um leið og fætur eru komir á fótstigin. Þetta er gert með því að stilla sæti og fótstig en auk þess er vatnsþolinn svampur eða frauð oft sett innan á bátinn. Þetta er ekki hægt að gera á bátum sem margir nota en þeir sem huga mest að þessum þáttum eru straumræðarar, enda stöðug hreyfing og straumkast á þeirra leið.

Dekklúgur eru tvær eða þrjár og loka þær lestum báta. Þær verða að vera stífar til að falla vel yfir þar til gerða brík og mikilvægt er að festa þær með spotta því að falli þær í sjóinn, sem gerist fyrr eða síðar, sökkva þær. Nauðsynlegt er að hafa varabúnað til að geta lokað lest í ferð því að burðargeta kajaks ræðst af því loftrými sem er í honum. Jafnframt þarf allur viðkvæmur farangur að vera í vatnsheldum sjópokum.

Áraflot er ætlað til sjálfsbjörgunar og er það fest á annað árablaðið og blásið upp. Áraflot tekur ekki mikið pláss og má nota til annarra hluta svo sem að tryggja loftrými í lekri lest, flot til að tryggja stöðugleika báts í vandræðum og fleira.

l.itur og endurkast. Kajak sést ekki langt að ef félagar verða viðskila eða aðrir þurfa að fylgajst með eða leita þeirra. Þess vegna er betra að bátur sé áberandi á litinn og margir kajakar eru hvítir á botni, þannig að augsljóst er að hann er á hvolfi. Einnig er æskilegt að líma endurkastborða á bátinn. Loks má huga að því að hafa endurkast fyrir radar frá skipum eða þyrlu.