Þegar farið er í ferðalag og gist í tjaldi þarf að hafa með ýmsa hluti er snúa að samskiptum, öryggi, viðgerðum,næringu, eldamennsku og dvöl í tjaldi. Marga þessara hluta þarf einnig að hafa með í stuttan róður eða dagsferð beri maður meiri ábyrgð en almennur þátttakandi, sem leiðsögumaður eða einfaldlega reyndari ræðari, sem aðrir treysta á. Hér eru fjórar myndir þar sem týnt er saman það helsta sem höfundur síðunnar hefur með sé í slíka ferð.
Öryggi og samskipti: Kortaplast og kort, tvö siglingaljós, neyðarblys (hand- og kassi), vasaljós, VHF talsöð, GPS, áttaviti, reglustika, úr, hópskýli, sjúkrapakki.
Viðlegubúnaður: Svefnpoki, tjald með súlu, , dýna, flugnanet.
Eldunabúnaður: Súpu- og tekpakkar, teskeið, vasahnífur, bolli, kaffiduft, gas,hitabrúsi, gasprímus, borð (samanbrjótanlegt).
Viðgerðarsett: Ductape, skrúfjárn, fastur lykill, skiptilykill, sexkantar, fjölnotaverkfæri, teip, tveggja þátta viðgerðarefni.