Rötun og öryggi

Stundum er þetta kallað siglingafræði til að ná yfir enska heitið Navigation, en hér er ekkert verið að fást við skipaumferð heldur heldur rötun og samskipti vegna öryggis. Sömu reglur gilda og fyrir ferðir um fjöll og hálendi, að best er að gera ferðaáætlun, láta vita af sér og vera í sambandi, og vera þannig búinn að hægt sé að bíða hálpar ef á reynir. Búnaður og aðferðir til rötunar og er eftirfarandi:

  • Náttúruleg rötun. Hún styðst við þekkingu á sjávarföllum og straumum, landslagi og miðum, skynsemi til að álykta út frá vindi, skýjafari, birtu, stöðu sólar, tungls, lífríki og fleira.
  • Kort og áttaviti. Grunnfærni sem til þarf er sú sama og við ferðir til fjalla. Snævi þakin heiði og sjórinn eru ein slétta án kennileita þegar skyggni er slæmt og því getur þurft að meta hraða og stefnu til að áætla staðsetningu.
  • GPS tæki. Helsti eiginleiki GPS tækis er að birta staðsetningu með því að nema merki frá gervitunglum. Ef haft er samband við Landhelgisgæsluna eða annan leitaraðila er venjulega spurt um hnitin. Síðan eru hvers kyns útreikningar, myndræn framsetning á korti, skráning farinnar leiðar, geymdar staðsetningar og leiðir í minni, útreikningur hraða og margt fleira byggt inn í tækin með hugbúnaði frá framleiðanda. Rötun með stuðningi nýlegs GPS tækis fer oftast fram með því að tækið birtir kort af nærsvæðinu og hvar það er staðsett auk þess sem það sýnir áttir.
  • Talstöð oftast VHF tæki, sem dregur þarf að draga í sjónlínu að mestu til næsta endurvarpsmasturs. Á sjó eru notaðar sjórásir og höfð samskipti til Gæsluna, auk þess sem félagar geta haft bein samskipti á sama svæði. Læra þarf rétta notkun þessara tækja og samskiptareglur og hafa heimild fyrir stöðinni frá Póst- og fjarskiptastofnun.
  • GSM sími er mest notaður í dag, enda víðast hægt að ná sambandi og ólíkt þægilegra en með talstöð. Í ferðum þarf að gæta þess að símarnir nota mun meira af rafhlöðunum en í þéttbýlinu og ekki eru allir símar vatnsþolnir. Snjallsímar geta í dag verið með kortum og hugbúnaði sem nýtist til rötunar, með töflum um sjávarföll, vita og önnur siglingamerki, veðurkort og fleira.
  • Neyðarblys geta verið af nokkrum gerðum, venjuleg blys með afar björtum loga, reykblys eða bysssu sem skýtur upp sólblysum.
  • Neyðarljós, strobe, er notað til að leitaraðili finni aðila í myrkri.
  • Siglingaljós eru notuð í myrkri til að félagar fylgist hver með öðrum. Ekki er hægt að reikna með því að önnur skipaumferð sjái til kajakræðara.