Toglínur

Toglína er ómissandi búnaður, þegar félagar róa saman, hún er helsta hjálpartækið til að hjálpa þeim sem lenda í vandræðum. Toglínan er einnig mikilvæg fyrir þaulvana ræðara sem fara einir síns liðs við erfiða landtöku við klettótta strönd eða sker og ýmis önnu tilvik.

Algengustu toglínur eru festar við ól um mitti ræðarans, eru festar við ólina með sterkri teygju en hafa karabínu á endanum, einkum ætlaða til þess að húkka í fremsta bil dekklínu þess sem verið er að hjálpa. Annar toglínubúnaður er festur við bátinn og hefur þann kost að reyna ekki á mitti og bak dráttarmanns, en meiri fyrirhöfn er að flytja slíka línu milli báta.. Lengd línunnar er oft 12 eða 15 m en notanadinn þarf að kunna ráð til að stytta hana eða nota aðeins hluta hennar þegar svo hagar til. Línan sjálf þarf helst að vera úr efni sem sést vel og flýtur. Aðrar toglínur eru festar við bátinn og hafa þann kost að reyna ekki á mitti og bak dráttarmanns, en meiri fyrirhöfn er að flytja slíka línu milli báta.

Toglínubúnaður hanaður af Jeff Allen, kast-toglína (e. Throwtow), er gerður til að kasta pokanum til þess sem er í sjónum og línan á að rakna úr pokanum í loftinu. Þetta krefst góðrar æfingar en einnig má nota þennan búnað eins og venjulegan búnað við mittisól.

Öll notkun banda á sjó getur kostað flækjur og önnur vandræði og því þarf að hafa hníf við hendina til að geta skorið á línuna og einnig að æfa losun mittisólar í kafi. Notkun toglínu verður ekki örugg fyrr en eftir allmikla þjálfun. Hér verður ekki farið nánar út í þá sálma enda best að læra efnið með æfingum á sjó.