Efni

Þessi síða verður uppfærð í mars og efni miðað við EPP kerfið.

Byrjendanámskeið

Fyrstu kynni við kajak og öryggi á sléttum sjó og í góðu veðri.

Námskeiðið er fyrir fullorðna (16 ára og eldri), einhver sundkunnátta er áskilin. Getustig miðast við ‘BC 1 Star’ en þó er lögð heldur meiri áhersla á öryggi og björgun.

Helsta kennsluefni: Búnaður, stilling fótstiga, notkun svuntu og árar, sjósetning og landtaka, áratök fyrir framróður, leiðrétting stefnu og einföld stýring, hvolfun, einföld sjálfsbjörgun og félagabjörgun.

☆☆ Framhaldsnámskeið

Helstu áratök til að stjórna kajak og öryggi í góðu sjólagi.

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði (eða hafa sambærilega færni) og hafa farið í stutta róðra með öðrum og prófað mismunandi báta og aðstæður. Getustig miðast við ‘BC 2 Star’.  Markmið er að geta stjórnað kajak í góðu sjólagi og skilja hvernig ár, bátur og vatn vinna saman.

Helsta kennsluefni: Bera bát og sjósetja, framróður, stýring, stjórnun báts í þrengslum, hliðrun, stuðningsáratök, beygjur, lendingar, flutningur, hvolfun og sjálfsbjörgun, félagabjörgun. Ferð í um klst. þar sem reynir á ferðaundirbúning, hópvitund og mat á aðstæðum.

☆☆☆ Sjálfbjarga ræðari

Sjálfbjarga og vaxandi ræðari á sjó í nokkrum vindi og meðalerfiðu sjólagi. 

Stakir æfingatímar fyrir þá sem hafa lokið framhaldsnámskeiði (eða hafa sambærilega færni) og reynslu af róðri á sjó t.d. með því að hafa tekið þátt í róðrum með félögum í eitt til tvö ár. Markmið er færni sem miðast við ‘BC 3 Star’. Fjöldi tíma fer eftir hverjum og einum.