Efni

Byrjendanámskeið

Fyrstu kynni við kajak og öryggi á sléttum sjó og í góðu veðri.

Námskeiðið miðast við fullorðna og einhver sundkunnátta er áskilin. Ekki þarf að hafa reynslu af kajak.

Helsta kennsluefni: Búnaður, stilling fótstiga, sjósetning og landtaka, jafnvægisæfingar, árabeiting við róður, snúningur í kyrrstöðu, leiðrétting stefnu og einföld stýring, notkun svuntu, hvolfun og félagabjörgun.

Framhaldsnámskeið

Helstu áratök til að stjórna kajak og öryggi í góðu sjólagi.

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa lokið byrjendanámskeiði (eða sambærilegt) og hafa farið í stutta róðra með öðrum. Markmið er að geta stjórnað kajak í góðu sjólagi og skilja hvernig líkami, kajak, ár og vatn vinna saman.

Helsta kennsluefni: Að flytja kajak, sjósetning og lending, framróður, áratök við stýringu, stjórnun báts í þrengslum, hliðrun, stuðningsáratök, hvolfun og sjálfsbjörgun, félagabjörgun. Ferð í um klst. þar sem reynir á ferðaundirbúning, hópvitund og mat á aðstæðum.

Veltunámskeið

Grunnþættir veltu kenndir í sjó við fjöru. 

Byggt er á áratækni og færni sem kennd er í framhaldsnámskeiðinu. Veltan er brotin upp í hluta og farið í þá eftir þörfum hvers og eins. Þessi námskeið eru boðin þegar sjór er farinn að hlýna og gert er ráð fyrir að nemendur séu í þurrbúningum og með hettu, nefklemmu og sundgleraugu eins og hverjum og einum finnst hann þurfa.

Framhalds- og veltunámskeið

Samþætting á efni framhalds- og veltunámskeiða.