Um Kajakskólann

Kennarar og leiðsögumenn fyrir sjókajak geta sótt ýmis námskeið til að læra og fá réttindi, eða bara sér til skemmtunar. Mest eru þessi námskeið sótt til Breta og er þeirra kerfi haft til viðmiðunar um allan heim. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er skemmtilegt að læra þetta allt í hópi góðra félaga. Smella má á mynd og fletta þeim í fullri stærð.

Kajakskólinn heldur námskeið fyrir róður á sjókajak og getur einnig boðið byrjendanámskeið á kanó og straumkajak. Námskeiðin eru að mestu fólgin í verklegum æfingum. Námskeið breska kanósambandsins (British Canoeing, BCU) eru höfð til viðmiðunar.

ghf-2Kennslu og umsjón annast Gísli H. Friðgeirsson. Hann er félagi í Kayakklúbbnum og Breska kanósambandinu og hefur kennaraprófin L1, L2 og MWE-Sea frá BCU auk réttinda leiðsögumanns á sjókajak (4 Star – Sea Leader).

 

Sjá kennslusvæðið við Geldinganes á ja.is kortinu eða á Google Maps   Hafið samband með spurningar og annað: